top of page
Search

STATUS: Frumkönnun á umhverfi og stöðu samtímatónlistar á Norðurlöndum – skýrsla birt

STATUS er nýr samstarfshópur norrænna aðila í samtímatónlist sem mun vinna að styrkingu norræns tengslanets í okkar geira tónlistar. Art Music Denmark hafði frumkvæði að myndun hópsins en aðrir meðlimir hópsins eru Tónverkamiðstöð, Unga tankar om Musik (UTOM) í Svíþjóð, Music Finland og Music Norway. Hópurinn tók til starfa haustið 2021 og hófst starfið með frumkönnun á umhverfi og stöðu samtímatónlistar á Norðurlöndum en verkefnið hlaut styrk úr Nordic Culture Fund. Könnunin var framkvæmd í samstarfi við og með aðferðafræði dönsku stefnumótunarstofunnar Bespoke Copenhagen sem hverfðist um að safna vísbendingum úr umhverfi samtímatónlistar í hverju Norðurlandanna. Vísbendingarar voru svo flokkaðar eftir þemum og ályktanir dregnar af þeim. Hópurinn hefur nú birt skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar sem er aðgengileg á heimasíðunni nordicstatus.org. Ritstjórar skýrslunnar voru Catherine Lefébvre frá Art Music Denmark og Valgerður G. Halldórsdóttir frá Tónverkamiðstöð.Hér er hægt að hlaða skýrslunni niður:

STATUS – Report-2
.pdf
Download PDF • 22.05MB


Fréttatilkynning STATUS (enska):

STATUS Press release
.pdf
Download PDF • 71KB


Tenglar:


Recent Posts

See All

Comments


bottom of page