top of page
Search

YRKJU með JAÐARBERI lokið

image

YRKJU með JAÐARBERI lauk í gær, sunnudaginn 22. maí þegar Jaðarber flutti verk Berglindar Maríu Tómasdóttur Jaðarber got hæfileikar í Mengi.  

Í hæfileika- og tónlistarkeppninni Jaðarber Got hæfileikar öttu hæfileikabúntin Tinna Þorsteinsdóttir, Grímur Helgason og Kristín Þóra Haraldsdóttir kappi hvert við annað og sýndu fádæma færni í miðlun nútímatónlistar. Keppendur spreyttu sig á ólíkum þrautum m.a.  að leika tóninn a og spila tónverk eftir grafísku skori. Eftir harða keppni stóð Tinna Þorsteinsdóttir uppi sem sigurvegari.

Dómarar voru allir þungavigtarmenn á sviði tónlistar, þau Atli Ingólfsson, Halla Oddný Magnúsdóttir og Elísabet Indra Ragnarsdóttir. Kynnir var hinn eini sanni Guðmundur Felixson.

Jaðarber got hæfileikar var hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og var verkið unnið í YRKJU,  starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar fyrir ný tónskáld. Yrkja nýtur styrkja frá Reykjavíkurborg og Tónskáldasjóði RÚV.

4 views

Comments


bottom of page