top of page
Search

Yrkja V með Sinfóníuhljómsveit Íslands: Eygló og Sigurður Árni valin til þátttöku

Frestur til að sækja um þátttöku í Yrkju V með Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ), starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar fyrir ný tónskáld, rann út á miðnætti 3. mars síðastliðinn. Sjö umsóknir bárust og voru allar lagðar fyrir dómnefnd á fundi þann 13. mars að afstöðnu skoðunarferli. Í dómnefndinni sátu Bjarni Frímann Bjarnason, Hallfríður Ólafsdóttir, Hugi Guðmundsson, Karólína Eiríksdóttir og Anna Þorvaldsdóttir mentor verkefnisins og var hún jafnframt formaður dómnefndar.

Niðurstaða dómnefndar var að bjóða þeim Sigurði Árna Jónssyni og Eygló Höskuldsdóttur Viborg þátttöku í Yrkju.



Við óskum Eygló og Sigurði Árna til hamingju og bjóðum þau velkomin í YRKJU!

19 views

Kommentare


bottom of page