Ársins 2020 verður líklega minnst sem hins óvenjulegasta starfsárs hjá þeim sem starfa við tónlist, vegna aðstæðna sem fáa óraði fyrir í upphafi árs en eru nú öllum allt of kunnuglegar. Lifandi tónlistarflutningur er listform í sjálfu sér en eftir hrun í plötusölu hefur tónleikahald verið ein helsta lífæð tónlistarmanna og tónlistarhópa. Árið 2020 byrjaði svo sannarlega vel en ekki leið á löngu þar til samkomutakmarkanir hér heima og erlendis drógu blóðið úr þessari slagæð tónlistargeirans. Endurheimt frelsi síðastliðið sumar reyndist svikalogn og árinu lauk í miklum samkomutakmörkunum. Það verður því að segjast að tónlistarafurðir ársins bera gríðarlegri seiglu og sköpunarkrafti tónlistarfólks vitni – nokkuð sem er ekki sjálfsagt að haldi endalaust áfram við núverandi aðstæður. Ný tónlist og tónlistarverkefni urðu til og er hluti þeirra nú tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Í flokki sígildrar og samtímatónlistar voru eftirtaldir tilnefndir:
TÓNVERK ÁRSINS
Bára Gísladóttir – VÍDDIR
Finnur Karlsson – Accordion Concerto*
Hafdís Bjarnadóttir – Sumar
Hugi Guðmundsson – BOX, konsert fyrir harmónikku og lírukassa*
Snorri Sigfús Birgisson – Konsert fyrir hljómsveit*
*aðgengilegt í vefverslun Tónverkamiðstöðvar, shop.mic.is.
PLATA ÁRSINS
Elfa Rún Kristinsdóttir – Baroque Violin Sonatas Víkingur Heiðar Ólafsson – Debussy-Rameau Peter Máté – John Speight, Solo Piano Works Halldór Smárason – STARA: Music of Halldór Smárason Páll Ragnar Pálsson – Atonement
TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – HÁTÍÐIR
Listagjöf Listahátíðar í Reykjavík Myrkir Músíkdagar Reykholtshátíð 2020 Sönghátíð í Hafnarborg Sumartónleikar í Skálholti 2020
TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – TÓNLEIKAR
70 ára afmælistónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands (5. mars) KIMI: Afkimar Brák og Bach The Modern Romantic – Stuart Skelton (Sönghátíð í Hafnarborg) Ekkert er sorglegra en manneskjan – Friðrik Margrétar-Guðmundsson
SÖNGKONA ÁRSINS
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir Hallveig Rúnarsdóttir Heiða Árnadóttir Herdís Anna Jónasdóttir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
SÖNGVARI ÁRSINS
Elmar Gilbertsson Kristinn Sigmundsson Stuart Skelton Sveinn Dúa Hjörleifsson Sverrir Guðjónsson
TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – EINSTAKLINGAR
Anna Guðný Guðmundsdóttir Elfa Rún Kristinsdóttir Víkingur Heiðar Ólafsson Halla Steinunn Stefánsdóttir Sæunn Þorsteinsdóttir
TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – HÓPAR
Sinfóníuhljómsveit Íslands Barokkbandið Brák Elektra Ensemble Strokkvartettinn Siggi Cantoque Ensemble
Bjartasta vonin í sígildri og samtímatónlist verður kynnt 14. apríl þegar tónlistarverðlaunin verða afhent í Hörpu.
Allar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna eru taldar upp hér.
Comments