PODIUM á Myrkum músíkdögum 2023
- Signý Leifsdóttir
- Jan 20, 2023
- 1 min read
PODIUM fer fram í annað skiptið á Myrkum músíkdögum. Viðburðurinn samanstendur af fimm verkefnakynningum sem miða að því að koma íslenskum samtímatónlistarverkefnum á framfæri við hátíðir, hljómsveitarstjóra, listræna stjórnendur tónlistarhópa og tónleikahúsa – og öðrum þeim sem áhuga kunna að hafa innanlands sem utan. Þau sem kynna sig í ár eru Hugi Guðmundsson, Ingibjörg Friðriksdóttir, Nordic Effect, Cantoque Ensemble og Þóranna Dögg Björnsdóttir. Öllum er velkomið að fylgjast með viðburðinum á streymi 26. janúar kl. 14

Comentários