Viðurkenningum heldur áfram að rigna yfir Hildi Guðnadóttur en hún er tilnefnd til Grammy-verðlauna í tveimur flokkum, annars vegar til verðlauna fyrir bestu kvikmyndatónlistina fyrir tónlistina í Joker og hins vegar í flokknum besta útsetning fyrir Bathroom Dance, tónlistina í víðfrægu baðherbergisatriði í Joker.
Grammy-verðlaunin verða afhent 31. janúar 2021.
Comments