top of page
Search

Fyrstu uppskerutónleikar YRKJU verða 13. apríl kl. 18 í Eldborg í Hörpu – aðgangur ókeypis

EventPhoto_fb_Sinfo

Þrjú tónskáld voru valin úr fjölda umsækjenda til að taka þátt í YRKJU með Sinfóníuhljómsveit Íslands starfsárið 2015/16, þau Gunnar Karel Másson, Halldór Smárason og Þórunn Gréta Sigurðardóttir. Þau störfuðu með hljómsveitinni í níu mánuði og fengu þannig tækifæri til að þróa færni sína í að skrifa fyrir sinfóníuhljómsveit, öðlast innsýn inn í innra starf sveitarinnar og vinna náið með hljóð­færaleikurunum.

Daníel Bjarnason, tónskáld og hljómsveitarstjóri, var „mentor“ tónskáldanna og hélt utan um verkefnið fyrir hönd SÍ.

Afrakstur þessarar fyrstu YRKJU eru þrjú ný hljómsveitarverk og hljóma tvö verkanna á tónleikunum 13. apríl en þriðja verkið verður flutt á næstu Yrkju-tónleikum SÍ. EFNISSKRÁ:

Gunnar Karel Másson: Brim, frumflutningur

Halldór Smárason: Rekast, frumflutningur

Hljómsveitarstjóri:  Daníel Bjarnason

____________________ Viðburðurinn á Facebook

3 views

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page