Þrjú tónskáld voru valin úr fjölda umsækjenda til að taka þátt í YRKJU með Sinfóníuhljómsveit Íslands starfsárið 2015/16, þau Gunnar Karel Másson, Halldór Smárason og Þórunn Gréta Sigurðardóttir. Þau störfuðu með hljómsveitinni í níu mánuði og fengu þannig tækifæri til að þróa færni sína í að skrifa fyrir sinfóníuhljómsveit, öðlast innsýn inn í innra starf sveitarinnar og vinna náið með hljóðfæraleikurunum.
Daníel Bjarnason, tónskáld og hljómsveitarstjóri, var „mentor“ tónskáldanna og hélt utan um verkefnið fyrir hönd SÍ.
Afrakstur þessarar fyrstu YRKJU eru þrjú ný hljómsveitarverk og hljóma tvö verkanna á tónleikunum 13. apríl en þriðja verkið verður flutt á næstu Yrkju-tónleikum SÍ. EFNISSKRÁ:
Gunnar Karel Másson: Brim, frumflutningur
Halldór Smárason: Rekast, frumflutningur
Hljómsveitarstjóri: Daníel Bjarnason
____________________ Viðburðurinn á Facebook
Comments