top of page
Search

Íslensku tónlistarverðlaunin: Spectra eftir Önnu Þorvaldsdóttur tónverk ársins

Verk Önnu Þorvaldsdóttur, Spectra, var valið tónverk ársins á verðlaunahátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna sem fram fór í gær. Í rökstuðningi dómnefndar segir:

Flæðandi tónmál – hljóðheimur og línur sem ásækja mann löngu eftir að hlustun er lokið. Seiðandi en jafnframt ögrandi tónvefur.

Verkið var samið fyrir NJORD tvíæringinn sem haldinn er í Kaupmannahöfn og var frumflutt þar í upphafi árs 2018 en var flutt í fyrsta sinn á Íslandi á lokatónleikum Reykholtshátíðar síðasta sumar.

Spectra er eitt af tónverkunum á plötunni Aequa, (útg. Sono Luminus) þar sem International Contemporary Ensemble leikur verk Önnu, en platan hlaut tilnefningu sem plata ársins.

Við óskum Önnu innilega til hamingju með viðurkenninguna.

11 views

Comments


bottom of page