Varðveislu- og söluskilmálar Tónlistarmiðstöðvar
Tónlistarmiðstöð varðveitir verk íslenskra höfunda. Þegar tónskáld leggur inn verk til Tónlistarmiðstöðvar er það ávallt skráð og varðveitt í gagnagrunni miðstöðvarinnar. Tónskáld getur einnig valið að verkið sé til sölu og dreifingar hjá miðstöðinni. Hægt er að taka verk úr sölu fyrirvaralaust, en ekki er hægt að draga verk til baka sem lagt hefur verið inn til varðveislu.
Skráning á verki hjá Tónlistarmiðstöð getur leitt til frekari flutnings á verkinu, enda eitt af markmiðum með slíkri skráningu að hvetja til útbreiðslu íslenskra verka. Tónlistarmiðstöð fær reglulega fyrirspurnir er snerta verkaval og dagskrárgerð, m.a. frá kórum, erlendum hljómsveitum eða tónlistarhátíðum og er viðkomandi þá oft vísað í gagnagrunn miðstöðvarinnar. Gagnagrunnur Tónlistarmiðstöðvar nýtist einnig tónlistarfræðingum og öðrum rannsakendum við rannsóknir á íslenskum tónlistararfi.
Til að lesa nánar um skilmála miðstöðvarinnar má hlaða þeim niður hér fyrir neðan. Í skilmálunum má t.d. lesa um:
-
hvernig skráning fer fram
-
hvernig höfundarréttarmálum er háttað
-
hlutfall tónskálda af sölu og leigu tónverka
-
varðveislu, bæði stafrænt og í Landsbókasafni