
Tónverkamiðstöð er miðstöð sígildrar- og samtímatónlistar á Íslandi.
Miðstöðin var stofnuð árið 1968 og hefur hlutverk hennar frá upphafi verið að skrá og kynna íslensk tónverk, gera þau aðgengileg til flutnings og styðja starf íslenskra tónskálda bæði innanlands og erlendis.
Vefverslun Tónverkamiðstöðvar (shop.mic.is) veitir aðgang að
yfir ellefu þúsund íslenskum tónverkum.
HLUTVERK TÓNVERKAMIÐSTÖÐVAR
STARFSEMIN



SKRÁNING OG
VARÐVEISLA
ÍSLENSKRA TÓNVERKA
Tónskáld skrá sjálf tónverk sín hjá Tónverkamiðstöð og eiga allan höfundarétt að verkum sínum. Miðstöðin skráir verkin inn í gagnagrunn til sölu og/eða varðveislu. Gagnagrunnurinn er undirstaða vefverslunar Tónverkamiðstöðvar þar sem fletta má verkum hvort sem þau eru til sölu eður ei.
SALA OG LEIGA
TÓNVERKA
Einn meginþáttur í starfsemi Tónverkamiðstöðvar er að útbúa nótur fyrir flytjendur sem ýmist leigja verk úr safni miðstöðvarinnar eða kaupa þau. Stærri verk, s.s. hljómsveitarverk og stærri kammerverk til leigu en önnur verk eru til sölu. Verk sem skráð eru til varðveislu eru eingöngu til skoðunar.
Hægt er að kaupa nótur rafrænt í vefverslun Tónverkamiðstöðvar.
KYNNINGARSTARF
ÍSLENSK TÓNVERK
OG TÓNSKÁLD
Kynning á íslenskum tónskáldum og tónverkum í safni Tónverkamiðstöðvar er veigamikill þáttur í starfi miðstöðvarinnar. Aðalmarkmið kynningarstarfsins er að kynna íslensk tónverk fyrir
flytjendum, hljómsveitarstjórum,
verkefnavalsnefndum og dagskrárstjórum tónleika, hljómsveita og hátíða.
RÁÐGJÖF
STUÐNINGUR
NÝSKÖPUN
Tónverkamiðstöð fær margvíslegar fyrirspurnir t.d. varðandi verkaval, bæði frá innlendum og erlendum aðilum.
Miðstöðin veitir tónskáldum ráðgjöf t.d. varðandi nótnasetningu, markaðsstarf, styrkjaumsóknir o.fl. og veitir upplýsingar um tækifæri og verkefni fyrir tónskáld erlendis sem innanlands. Enn fremur stuðlar miðstöðin að nýsköpun t.d. með verkefnum á borð við Yrkju.