top of page
Skráning tónverka

Öll íslensk tónskáld geta skráð tónverk hjá Tónverkamiðstöð. Skráning tónverks hjá Tónverkamiðstöð gerir tónverkið sýnilegt í gagnagrunni miðstöðvarinnar og um leið aðgengilegt tónlistarflytjendum um allan heim. Hægt er að skrá tónverk til sölu og dreifingar eða einungis til varðveislu og heldur tónskáld fullum höfundarrétti á þeim tónverkum sem skráð eru hjá Tónverkamiðstöð.
 

Miðstöðin veitir tónskáldum ráðgjöf, t.d. varðandi nótnasetningu, markaðsstarf, styrkjaumsóknir o. fl.

ásamt því að miðla upplýsingum um tækifæri og verkefni fyrir tónskáld erlendis sem innanlands.

Tónverkamiðstöð svarar fjölmörgum fyrirspurnum, t.d. varðandi verkaval, en slíkar fyrirspurnir berast iðulega frá innlendum og erlendum aðilum, t.d. hljómsveitum, dagskrárstjórum og verkefnavalsnefndum.

Til sölu og dreifingar

Ef tónskáld skráir tónverk til sölu og dreifingar veitir það Tónverkamiðstöð leyfi til að selja verkið, m.a. í vefverslun Tónverkamiðstöðvar og dreifa því til kynningar.

 

Tónskáldið getur fengið tvö prentuð eintök af tónverki (tvær raddskrár af hljómsveitar- og kammerverkum) sem lagt er inn til sölu og dreifingar. Hlutur tónskálds af sölu tónverka er 10% af allri sölu/leigu og 50% af leigu vegna frumflutnings. Hlutur tónskáldsins af sölunni er greiddur út árlega, svo framarlega sem hlutur tónskáldsins nái lágmarksúthlutun sem er 5.000 krónur. Miðað er við almanaksár og nái inneignin ekki lágmarksúthlutun fellur hún niður.

Tónskáldið heldur öllum útgáfu- og höfundarétti, þó verkið sé lagt inn til sölu. Tónskáldið hefur fullt leyfi til að semja við útgefanda og fær áfram fullar höfundagreiðslur af verkinu frá höfundaréttarsamtökum, t.d. STEFi.

Tónverkamiðstöð sér um öll samskipti við flytjendur vegna nótnakaupa eða leigu á stærri verkum og er þjónusta miðstöðvarinnar  tónskáldunum að kostnaðarlausu. 

Athugið að skráning tónverks/nótna hjá Tónverkamiðstöð er óháð skráningum hjá STEFi.

Öll tónverk sem skráð eru til sölu og dreifingar fara einnig til varðveislu. 

Til varðveislu

Skráning á verki hjá Tónverkamiðstöð getur leitt til flutnings á verkinu. Tónverkamiðstöð fær reglulega fyrirspurnir er snerta verkaval og dagskrárgerð, m.a. frá kórum, erlendum hljómsveitum eða tónlistarhátíðum.

Tónverkamiðstöð skráir verkin í gagnagrunn og gengur frá þeim til varðveislu í Landsbókasafni Íslands – og varðveitir þannig mikilvægan hluta af tónlistarsögu þjóðarinnar.

Því fleiri tónverk sem skráð eru í safn miðstöðvarinnar því mun betri mynd gefur gagnagrunnurinn af starfi íslenskra tónskálda.

Leiðbeiningar um uppsetningu tónverka

Tónverkamiðstöð leiðbeinir tónskáldum eftir þörfum með uppsetningu og frágang nótna. 

Að fenginni reynslu höfum við tekið saman punkta sem gott er að hafa í huga við tölvusetningu og frágang tónverka.

Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar um tölvusetningu og frágang við nótna.

Skráningarform

Öll skráning nýrra tónverka fer fram í gegnum rafrænt skráningareyðblað sem aðgengilegt er hér á heimasíðu Tónverkamiðstöðvar.

 

Nauðsynlegt er að fylla rafræna skráningareyðublaðið út áður en tónverki er skilað inn. 

Tónskáldasíður

Öll tónskáld sem eiga verk á skrá hjá Tónverkamiðstöð fá sérstaka tónskáldasíðu í vefversluninni þar sem viðkomandi getur sett inn mynd og æviágrip.

Nota þarf sérstakt aðgangsorð inn á síðuna. Sendið póst á vala@mic.is til að fá úthlutað lykilorði,

 

Greinargóðar leiðbeiningar um tónskáldasíðuna má nálgast hér.

bottom of page