top of page
Leiðbeiningar um tónskáldasíður

Tónskáld sem skrá verk hjá Tónverkamiðstöð fá aðgang að tónskáldasíðu í vefverslun Tónverkamiðstöðvar. Þar geta tónskáld sjálf haft umsjón með ferilskrám og fengið yfirlit yfir sölu verka í vefbúðinni. 

Aðgerðir

Til að geta hafist handa þarf fyrst að biðja Tónverkamiðstöð um aðgangsorð og lykilorð að bakenda. (Senda tölvupóst)

Farið inn á http://musicdirect.biz/ .

  • Veljið Iceland Music Information Centre í valmyndinni (Company).

  • Setjið inn notandanafn og lykilorð sem þið hafið fengið sent frá Tónverkamiðstöð.

  • Smellið á Login. Þá opnast kerfið undir flipanum Products sem sýnir öll verk sem eru skráð á viðkomandi tónskáld. Um leið verða fleiri flipar aðgengilegir:

> Royalty er til að skoða hvaða verk hafa verið seld eftir viðkomandi tónskáld í gegn um sölusíðuna og má þar sjá inneign tónskáldsins. (Mögulega gæti tónskáldið átt meira inni, ef um sölu utan sölusíðunnar er að ræða s.s. prentuð eintök eða leigu á stærri verkum.)

> Existing  Royalty Reports sýnir eldri uppgjör við tónskáldið.

Contact Profile er til að uppfæra upplýsingar um tónskáldið:

  • Þegar hakað er við Published við hlið Contact ID á flipanum Products birtist svokölluð tónskáldasíða á sölusíðu miðstöðvarinnar.

 

Tónskáldasíða er sérstök síða með mynd og ferilskrá tónskáldsins ásamt lista yfir öll tónverk eftir viðkomandi tónskáld ásamt þeim upplýsingum sem skráðar eru í Public Comment. Í Public Comment er kjörið að birta ferilsögu.

 

Til þess að upplýsingar um verk birtist þarf alltaf að haka við Published í viðkomandi línu. Síðan væri gott ef fylltar eru út aðrar upplýsingar s.s. bankareikningur, heimilisfang, netfang og annað. Við bendum þó á að ekki er æskilegt að haka við Published við þessar upplýsingar, nema viðkomandi vilji að þær sjáist á tónskáldasíðunni, nema þið viljið. Athugið að til að breyta heimilisfanginu þarf að smella á Addresses.

 

Að lokum þarf að vista með því að smella á takkann Save. Til að skoða eigin síðu er farið inn á http://shop.mic.is/OriginatorDetail/xxxxx (setjið inn tónskáldanúmerið ykkar í stað xxxxx. Tónskáldanúmerið sést í Contact ID reitnum, ). 

Biðja um aðgangsorð og lykilorð

bottom of page