top of page
Search

Úthlutað til 162 tónlistarverkefna úr átakssjóði vegna heimsfaraldurs.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr átakssjóði ríkisstjórnar úr Tónlistarsjóði vegna heimsfaraldurs vor 2020.


Alls bárust 540 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar. Sótt var um rúmar 400 milljónir króna. Til úthlutunar úr átaksverkefni tónlistar er 81 milljón króna. Veittir eru styrkir til 162 verkefna að upphæð 81 milljón og er því um 30% árangur umsækjenda.


Átta verkefni hljóta hæsta styrkinn, að upphæð kr. 1.000.000: Agent Fresco, Barokkbandið Brák, Hatari, Pétur Sigurþór Jónsson og Ragna Kjartansdóttir fyrir nýjar plötur, Kristjana Stefánsdóttir fyrir verkefnið Blái hnötturinn fyrir stórsveit, Tónleikaröð í Hafnarborg og óperuverkefnið Fidelio. Meðal verkefna sem hljóta styrk að upphæð 600.000 má nefna nýjar plötur með Önnu Grétu Sigurðardóttur, Elfu Rún Kristinsdóttur, Högna Egilssyni, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Schola Cantorum, auk tónleika með Dimmu, Tómasi Jónssyni og Sinfóníettu Suðurlands og nýrra tónverka eftir Áskel Másson, Jófríði Ákadóttur, Snorra Sigfús Birgisson og Þórð Magnússon.


146 views
bottom of page