top of page
Search

YRKJA V með SÍ: FRAMLENGING OG SÍÐUSTU DAGAR UMSÓKNARFRESTS!

UMSÓKNARFRESTUR FRAMLENGDUR TIL MIÐNÆTTIS 3. MARS 2019

Frestur til að sækja um þátttöku í Yrkju með Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið framlengdur til miðnættis sunnudagsins 3. mars. Það mun vera næsti sunnudagur svo nú þurfa tónskáld sem hyggjast sækja um Yrkju að hafa hraðar hendur.

Að þessu sinni bjóða Tónverkamiðstöð og Sinfóníuhljómsveit Íslands tveimur tónskáldum að verja tímabilinu frá 10. maí 2019 til 31. janúar 2020 í YRKJU undir handleiðslu Önnu Þorvaldsdóttur staðartónskálds Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Tónskáldin munu fá innsýn í innra starf hljómsveitarinnar, þróa færni sína í að semja verk fyrir sinfóníuhljómsveit og að endingu verða verkin flutt á sérstökum tónleikum á Myrkum músíkdögum 31. janúar 2019. Tónskáldin munu jafnframt fá tækifæri til að vinna náið með hljóðfæraleikurum í sérstakri tónskáldastofu. Verkefnastjórn YRKJU hvetur bæði karla og konur að sækja um.

Hver getur sótt um?

  1. Verkefnið er öllum opið óháð aldri. Verkefnið er ætlað tónskáldum sem eru á fyrri hluta starfsferilsins. Þess vegna verður umsækjandi að hafa útskrifast með gráðu í tónsmíðum eða tengdu námi á síðustu 10 árum.

  2. Umsækjandi skuldbindur sig að mæta í öll viðtöl, vinnustofur, tónskáldastofur og tónskáldahittinga verkefnisins.

  3. Umsækjandi skuldbindur sig til að gefa verkefninu góðan tíma og má ekki vera í of mörgum öðrum verkefnum á sama tíma.

bottom of page