top of page
Search

YRKJA III með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Frestur til að sækja um þátttöku í Yrkju III með Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ), starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar, rann út á miðnætti 15. maí síðastliðinn. Sex umsóknir bárust og voru allar lagðar fyrir dómnefnd á fundi þann 26. maí að afstöðnu skoðunarferli. Í dómnefndinni sátu Haukur Tómasson, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Rúnar Óskarsson, Hallfríður Ólafsdóttir og Daníel Bjarnason sem jafnframt var formaður dómnefndar.

Í umsögn dómnefndar segir: 

Dómnefnd hefur farið yfir umsóknir um þátttöku í YRKJU III með Sinfóníuhljómsveit Íslands og metur tvo umsækjendur hæfasta, þau Gísla Magnússon og Veronique Vöku Jacques. Dómnefnd mælir með að þeim verði boðin þátttaka í verkefninu.

YrkjaIIImSI

Gísli Magnússon og Veronique Vaka Jacques


Verkefnið hefst formlega þann 30. maí næstkomandi og mun standa í um níu mánuði. YRKJU III með SÍ lýkur með frumflutningi Sinfóníuhljómsveitarinnar á verkum þátttakenda. Tónleikarnir verða liður í Myrkum músíkdögum 2018.

Við óskum Gísla og Veronique Vöku til hamingju og bjóðum þau velkomin í YRKJU!

9 views

Comments


bottom of page