top of page
Search

YRKJA I

yrkja
 

Þriðji hluti YRKJU er nú hafinn eftir að dómnefnd skipuð meðlimum Nordic Affect valdi Georg Kára Hilmarsson til samstarfs í YRKJU með Nordic Affect.

Áður höfðu fjögur tónskáld verið valin til Yrkju-þátttöku en í gegnum Yrkju fá valin tónskáld úr ólíkum áttum tækifæri til að vinna með úrvali íslenskra listastofnanna og öflugum handleiðurum (mentorum) verkefnisins hjá viðkomandi stofnun. Á þessu starfsári fá fimm tónskáld slíkt tækifæri:

  1. Gunnar Karel Másson, Halldór Smárason og Þórunn Gréta Sigurðardóttir vinna með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir handleiðslu Daníels Bjarnasonar

  2. Berglind María Tómasdóttir vinnur með tónlistarhópnum Jaðarberi undir handleiðslu Gunnars Karels Mássonar og Tinnu Þorsteinsdóttur

  3. Georg Kári Hilmarsson mun vinna með Nordic Affect undir handleiðslu Huga Guðmundssonar.

Yrkja er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar og er markmiðið að veita tónskáldum hagnýta reynslu sem getur orðið að hornsteini í starfsferli þeirra. Verkefnið er fyrir tónskáld á fyrri hluta starfsferilsins og er m.a. ætlað að hjálpa til við að brúa bilið milli háskólanáms og starfsferils. Yrkja undirbýr tónskáld fyrir vinnu í faglegu umhverfi hjá stærri hljómsveitum, hátíðum og öðrum listastofnunum hérlendis og erlendis. Þátttaka í verkefninu eflir tónskáldið hvað varðar þróun hæfileika, listrænan metnað, starfsreynslu og tengslamyndun í tónlistargeiranum.


Í gegnum Yrkju-verkefnið má því búast við að fimm ný tónverk ungra tónskálda verði frumflutt árið 2016 og verður óneitanlega spennandi að heyra útkomuna.


Þórunn Gréta Sigurðardóttir
Halldór Smárason
Gunnar Karel Másson
Georg Kári Hilmarsson
Berglind María Tómasdóttir

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page