top of page
Search

Vinnustofa Ung-Yrkju

Vinnustofa Ung-Yrkju með Sinfóníuhljómsveit Íslands fór fram í Eldborg í dag þar sem tónskáldin ungu – Hjalti Nordal, Ingibjörg Elsa Turchi og Katrín Helga Ólafsdóttir – heyrðu hljómsveitina í fyrsta sinn leika tónverkin þrjú sem frumflutt verða á Myrkum músíkdögum 2021. Bjarni Frímann Bjarnason stjórnaði vinnustofunni en Anna Þorvaldsdóttir, mentor verkefnisins og staðartónskáld SÍ tók þátt í vinnustofunni með fjarfundabúnaði.


Venjulega er unnið með stóra sinfóníuhljómsveit í Yrkju-verkefnunum en vegna aðstæðna lék aðeins hluti hljómsveitarinnar á vinnustofunni í dag. Allt fór fram samkvæmt sóttvarnarreglum og passað var upp á tveggja metra fjarlægð milli allra þáttakenda. Vinnustofurnar eru mikilvægar stundir í verkefninu og ástæða til að þakka Sinfóníuhljómsveitinni fyrir allt umstangið sem þarf til að púslið gangi upp við þessar aðstæður.


22 views
bottom of page