top of page
Search

Uppskerutónleikar Ung-Yrkju með Sinfóníuhljómsveit Íslands

YRKJA er samstarfsverkefni Tónverkamiðstöðvar og ýmissa tónlistarstofnana sem miðar að því að búa ný tónskáld undir starf í faglegu umhverfi hjá hljómsveitum, hátíðum og öðrum listastofnunum.


Ung-Yrkja með Sinfóníuhljómsveit Íslands er nýtt verkefni innan vébanda Yrkju og föstudaginn 23. apríl verða uppskerutónleikar verkefnisins þegar þrjú glæný tónverk eftir þau Hjalta Nordal, Ingibjörgu Elsu Turchi, Katrínu Helgu Ólafsdóttur munu hljóma í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á hádegistóneikum í Eldborg í Hörpu. Bjarni Frímann Bjarnason stjórnar hljómsveitinni en mentor verkefnisins er Anna Þorvaldsdóttir tónskáld. Tónskáldin hafa starfað með hljómsveitinni og Önnu síðan vorið 2020 og fengið þannig einstakt tækifæri til að þróa færni sína og aðferðir við í að skrifa fyrir sinfóníuhljómsveit, öðlast innsýn í innra starf sveitarinnar og vinna náið með hljóð­færaleikurunum. Á tónleikunum mun Elísabet Indra Ragnarsdóttir ræða við tónskáldin um verkin og tónsmíðaferlið. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en festa verður miða hjá miðsölu Hörpu á harpa.is. Tónleikarnir voru upphaflega á dagskrá Myrkra músíkdaga 2021 en hátíðinni hefur verið aflýst vegna kórónuveirufaraldursins og fer næst fram í janúar 2022.

Tónskáldin sem taka þátt í Ung-Yrkju
Ung-Yrkja: Tónskáldin Hjalti Nordal, Ingibjörg Elsa Turchi og Katrín Helga Ólafsdóttir

Comments


bottom of page