top of page
Search

Tom Manoury valinn til þátttöku í YRKJU með MENGI

TomManoury2.jpg

Frestur til að sækja um þátttöku í Yrkju með Mengi, starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar, rann út á miðnætti 1. maí síðastliðinn. Níu umsóknir bárust og voru allar lagðar fyrir dómnefnd á fundi þann 10. maí að afstöðnu skoðunarferli. Í dómnefndinni sátu Berglind María Tómasdóttir tónskáld og flautuleikari, Elísabet Indra Ragnarsdóttir verkefnastjóri Mengis og Skúli Sverrisson tónlistarmaður og mentor verkefnisins.

Niðurstaða dómnefndar var að bjóða Tómasi Manoury til þátttöku í verkefninu eða eins og segir í umsögn dómnefndar:

„Níu umsóknir bárust í Yrkjuverkefni Tónverkamiðstöðvar og Mengis. Við mat á umsóknum var hvort tveggja litið til bakgrunns þátttakenda og umsóknar en einnig horft til starfsemi Mengis sem hefur lagt mikla áherslu á spunatónlist, tilraunir og viðburði þar sem ólíkum listgreinum er blandað saman. Með hliðsjón af því hefur dómnefnd ákveðið að bjóða Tómasi Manoury til þátttöku í Yrkjuverkefni Tónverkamiðstöðvar og Mengis. Við hlökkum til samstarfsins.“

Verkefnið hefst formlega þann 31. maí næstkomandi og mun standa í um níu mánuði. Verkefninu lýkur með tónleikum í Mengi þar sem verk Tómasar verður frumflutt.

Við bjóðum Tómas velkominn til YRKJU!

Comments


bottom of page