top of page
Search

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir almanaksárið 2016 voru tilkynntar síðastliðinn fimmtudag. Tilnefningar til Tónverks ársins eru fimm talins og fara þær hér á eftir, í tilfallandi röð, ásamt umsögnum dómnefndar um tilnefningarnar. (English version below).

Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu, fimmtudaginn 2. mars næstkomandi.

Við óskum öllum hlutaðeigandi til hamingju með tilnefningarnar!Hugi Guðmundsson – Hamlet in AbsentiaÞað er ekki  á hverjum degi sem íslenskar óperur líta dagsins ljós þó svo að rofað hafi til í þeim efnum að undanförnu. Óperan Hamlet in Absentia eftir Huga Guðmundsson, sem frumflutt var í Krónborgarhöll á Sjálandi, sögusviði Hamlets, er frábær og mikilvæg viðbót við þá flóru. Verkið er afar sannfærandi tón- og sviðslistarleg heild þar sem stíleinkennum nútíma- og barokkóperu er listilega blandað saman. Áskell Másson – GullskýTónverkið Gullský, einleiksverk fyrir þverflautu og hljómsveit, er tileinkað Melkorku Ólafsdóttur flautuleikara sem frumflutti verkið ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Grunnhugmynd verksins byggir á hugmynd tónskáldsins um „náttúrutóna“, „hina sérstæðu birtu og fyrirbæri himinsins“ eins og tónskáldið segir í efnisskrá tónleikanna. Verkið einkennist af fínlegum og kyrrum – margbrotnum – náttúrublæ sem ber með sér visst æðruleysi. Dulmögnuð og seiðandi náttúrustemmning dregin fram af blæbrigðaríkum hendingamótunum einleikara og hljómsveitar.Haukur Tómasson – From Darkness Woven Innblástur sköpunar getur komið víða að. Eitt okkar helsta tónskáld, Haukur Tómasson, mun hafa velt fyrir sér hverskonar tónlist vefstólar myndu gefa frá sér væru þeir hljóðfæri. Í verki sínu, From Darkness Woven, býr Haukur til þéttan, og á köflum myrkan, vef fyrir sinfóníuhljómsveit. Strengir og ásláttarhljóðfærin þétta vefinn, spunninn og ofinn, sem er dúlúðlegur og heillandi.María Huld Markan Sigfúsdóttir – AequoraMaría Huld Markan Sigfúsdóttir hefur á undanförnum árum verið með eftirtektarverðari tónskáldum yngri kynslóðarinnar. Að þessu sinni hlýtur hún tilnefningu fyrir verk sitt Aequora, í því sýnir María Huld þroska í meðhöndlun á hljómsveitinni og sterka tilfinningu fyrir formi í sérlega innblásnu tónverki. Anna Þorvaldsdóttir – Ad Genua Anna Þorvaldsdóttir hefur komið víða við á undanförnum árum og verk hennar hafa verið flutt víða um heim og hvarvetna heillað áheyrendur. Í verkinu Ad Genua notast Anna við þann efnivið sem hún hefur þróað í hljóðfæratónlist sinni í heimi raddtónlistar. Útkoman er heillandi og fersk nálgun á andlega nútímatónlist.

English

Nominations to the Icelandic Music Awards 2016 were announced last week. Nominations to Composition of the Year follow in random order, along with the judging panel’s testimonials. For a complete list of the nominations please go to the IMA’s website (iston.is).

The award ceremony will take place in Harpa Concert Hall on March 2.

Congratulations to all nominees!Hugi Gudmundsson – Hamlet in AbsentiaThe premiere of a new Icelandic opera is not an everyday occurrance, although it seemingly is on the rise. Hugi Gudmundson’s opera Hamlet in Absentia, which premiered in Kronborg-castle in Denmark (setting of Shakespeare’s Hamlet), is both a prominent and important addition to that repertoire. The artful and skilled blend of the styles of modern and baroque opera results in a very convincing work, both musically and in staging.Áskell Másson – GullskýGullsky (Golden Cloud), written for flute and orchestra, is dedicated to flautist Melkorka Olafsdottir who premiered the work with Iceland Symphony Orchestra. The work is founded on the composer’s idea of nature-tones, „ethereal light and phenomena of the sky“ to quote the composer. The work’s signature is its delicate, still and complex naturalistic atmosphere, wrought with a certain serenity. A wonderful, hypnotising atmosphere drawn forward by colorful sound formations by both soloist and orchestra.Haukur Tómasson – From Darkness Woven What inspires a composer? One of Iceland’s prominent composers, Haukur Tomasson, wondered what kind of music a weaver’s loom would make, were it an instrument. In From Darkness Woven, Mr. Tomasson “weaves” a tight – and occasionally a dark – web for the orchestra. Strings and percussion tighten the composition resulting in a tautly spun and woven, mysterious and fascinating web.María Huld Markan Sigfúsdóttir – AequoraMaria Huld Markan Sigfusdottir has become one of the most noticable composers of the younger generation. In Aequora she shows considerable maturity in composing for orchestra and a remarkable sense of form in a particularly inspired work.Anna Thorvaldsdóttir – Ad Genua Anna Thorvaldsdottir has composed a varied catalogue of works which have enthralled audiences all over the world. In Ad Genua she applies “tools” she has gathered, in her orchestral compositions, for a vocal work. The work is mesmerising and a fresh take on spiritual modern music.

14 views
bottom of page