Í gær var tilkynnt hverjir hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2020 eftir magnað tónlistarár 2019.
Tónlistarárið 2019 verður lengi í minnum haft fyrir margar sakir. Sköpunarkraftur og áræðni íslensks tónlistarfólks fór ekki framhjá neinum, hvorki hér heima né erlendis en þar skal á engan halla þegar tekið er út framlag Hildar Guðnadóttur með tónlist sinni við sjónvarpsþættina Chernobyl og kvikmyndina Joker. Hægt væri að telja upp fjölda annarra skrautfjaðra íslensks tónlistarfólks á árinu en í sömu mund getum við einnig gleðst yfir gríðarlegri nýliðun og óvenju spennandi hlutum sem eru að gerjast innan þessarar greinar.
Í flokki sígildrar og samtímatónlistar voru eftirtaldir tilnefndir:
Sígild- og samtímatónlist – Tilnefningar fyrir tónlistarárið 2019
Tónverk ársins
ENIGMA – Anna Þorvaldsdóttir
Music to accompany your sweet splatter dreams – Bára Gísladóttir
Mysterium op. 53 – Hafliði Hallgrímsson
Crevace, konsert fyrir flautu og fagott – Páll Ragnar Pálsson
Lendh – Veronique Vaka
Plata ársins Benedikt Kristjánsson – Drang in die Ferne Sinfóníuhljómsveit Íslands – Concurrence Strokkvartettinn Siggi – South of the Circle Sæunn Þorsteinsdóttir – Vernacular Þóranna Dögg Björnsdóttir – LUCID
Söngvari ársins Benedikt Kristjánsson Fjölnir Ólafsson Oddur Arnþór Jónsson
Söngkona ársins Dísella Lárusdóttir Guja Sandholt Herdís Anna Jónasdóttir
Tónlistarflytjandi ársins – Einstaklingar Bjarni Frímann Bjarnason Laufey Jensdóttir Sæunn Þorsteinsdóttir Sigurgeir Agnarsson Víkingur Heiðar Ólafsson
Tónlistarflytjandi ársins – Hópar Elektra Ensemble
– Fagnaði 10 ára starfsafmæli með útgáfu á geisladiski með verkum samin fyrir hópinn Kammersveit Reykjavíkur
– Lokatónleikar Myrkra músikdaga. Kammersinfóníur Schönbergs og Adams Sinfóníuhljómsveit Íslands
– Hljóðritun og útgáfur, tónleikar og tónleikaferðir árið 2019
Tónlistarviðburður ársins ( Einstakir tónleikar) Hafnarborg: Hljóðön – Sýning tónlistar. Opnunarhátíð Myrka Músíkdaga Ljóðadagar Óperudaga í RVK – The Little Match Girl Passion/Death speaks Nordic Affect – Rökkur með Nordic Affect og Maja S. K. Ratkje Sinfóníuhljómsveit Íslands – Sinfóníuhljómsveit Íslands á Myrkum músíkdögum Strokkvartettinn Siggi – Tónlistarhátíð Rásar 1
Tónlistarviðburðir ársins (Hátíðir, tónleikaraðir) Listvinafélag Hallgrímskirkju : Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju Myrkir músíkdagar : Myrkir músíkdagar 2019 Reykjavík midsummer music : Reykjavík Midsummer Music 2019
Bjartasta vonin í sígildri og samtímatónlist verður kynnt 11. mars þegar tónlistarverðlaunin verða afhent í Hörpu.
Comments