top of page
Search

Tólf tónskáld tekið þátt í Yrkju

YRKJA er samstarfsverkefni Tónverkamiðstöðvar og ýmissa tónlistarstofnana. Verkefnið miðar að því að búa ný tónskáld undir starf í faglegu umhverfi hjá hljómsveitum, hátíðum og öðrum listastofnunum. Fyrsta Yrkju-verkefninu var hleypt af stokkunum árið 2015 og síðan þá hafa tólf ný tónskáld fengið tækifæri til að vinna með og þróa starfsaðferðir sínar með þekktum tónlistarhópum, hátíðum og menningarstofnunum, m.a. Sinfóniuhljómsveit Íslands, Mengi, Nordic Affect og Jaðarberi, undir handleiðslu margra af okkar þekktustu tónlistarmönnum, m.a. Önnu Þorvaldsdóttur, Daníels Bjarnasonar, Skúla Sverrissonar, Tinnu Þorsteinsdóttur og Huga Guðmundssonar.

Uppskerutónleikar fjórða Yrkju-verkefnisins með Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) voru haldnir 1. febrúar síðastliðinn og frumflutti hljómsveitin þá verkin O eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur og Memory’s Wavering Echo eftir Hauk Þór Harðarson. 

IMG_8937.JPG

Að loknum frumflutningi Yrkju-verkanna: Tónskáldin Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir og Haukur Þór Harðarson ásamt Bjarna Frímanni Bjarnasyni hljómsveitarstjóra og Önnu Þorvaldsdóttur staðartónskáldi Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem var mentor verkefnisins.YRKJA_yfirlit.jpg

Yfirlit yfir Yrkju I, II, III og IVFimmta Yrkju-verkefninu hleypt af stokkunum

Sama dag og uppskerutónleikarnir fóru fram hleypti Tónverkamiðstöð af stokkunum fimmta Yrkju-verkefninu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tónskáld, sem eru á fyrstu starfsárum sínum, eiga þess nú kost á að sækja um vist í Yrkju V með SÍ. Valnefnd skipuð tónlistarfólki mun fara yfir umsóknir og velja tvö tónskáld sem fá í framhaldinu tækifæri til að semja tónverk og vinna með hljómsveitinni undir handleiðslu Önnu Þorvaldsdóttur, staðartónskálds SÍ. Umsóknarfrestur er til miðnættis 1. mars næstkomandi.

Verkefnislýsingu og upplýsingar um umsóknarferlið má nálgast hér

21 views

Comments


bottom of page