top of page
Search

Sumartónleikar í Skálholti 2021: Staðartónskáld valin

Í vikunni var greint frá því að Haukur Tómasson og Eygló verða staðartónskáld Sumartónleika í Skálholti 2021.

Eygló stundaði grunnnám í tónsmíðum við Berklee College of Music og lauk þaðan Bachelor-gráðu árið 2017. Ári síðar hlaut hún Fulbright styrk til að hefa Meistaranám í tónsmíðum við New York Universitu og Julia Wolfe og Robert Honstein voru hennar aðalkennarar. Á vordögum 2019 var hún valin úr hópi umsækjenda til að taka þátt í Yrkju V, samvinnuverkefni Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og Sinfóníuhljómsveit Íslands, og tæpu ári síðar, á Myrkum músíkdögum 2020, frumflutti sveitin verkið hennar Lo and Behold.


Utan Íslands hafa verk Eyglóar verið flutt í Boston, New York og Tokyo. Eygló hefur einnig verið áberandi í kórastarfi og söng lengst af í Gradualekór Langholtskirkju og Graduale Nobili og söng meðal annars á Biophiliu, plötu Bjarkar Guðmundsdóttur og fór í kjölfar útgáfunnar í tónleikaferðalag með henni.



 

Haukur Tómasson er fæddur í Reykjavík árið 1960. Hann stundaði tónlistarnám í Reykjavík, Köln, Amsterdam og lauk mastersprófi frá Kaliforníuháskóla í San Diego. Meðal verka hans má nefna óperuna Fjórða söng Guðrúnar, 9 hljómsveitarverk, 8 einleikskonserta og ýmsa kammer- og kórtónlist. Tónlist hans einkennist oft af miklum rytmískum krafti og fjölbreytni í hljóðfærasamsetningum.


​Haukur hefur hlotið ýmsar viðurkenningar svo sem tvívegis verðlaun í tónverkasamkeppni RÚV, Bjartsýnisverðlaun Bröste 1996 og þrívegis Íslensku tónlistarverðlaunin. Haukur fékk tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2004 fyrir óperuna Fjórði söngur Guðrúnar. Haukur hefur fengið pantanir frá Los Angeles Philharmonic, NDR Elbphilharmonie Orchester, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Haustinu í Varsjá, Orkester Norden, OperaNord, Listahátíð í Reykjavík, Kammersveit Reykjavíkur, sinfóníuhljómsveitinn í Stavanger, Caput og fleirum. Verk Hauks Tómassonar í safni Tónverkamiðstöðvar Heimasíða Hauks Tómassonar



40 views

Commentaires


bottom of page