top of page
Search

Styrkveitingar til tónlistar vegna kórónuveirufaraldurs

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Tónlistarsjóð um styrki til átaksverkefna. Styrkirnir eru liður í viðbrögðum stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins og eru 86 milljónir króna til úthlutunar. Sótt er um á sérstakri síðu átaksins á vef Rannís, tonlistaratak.is.

Umsóknarfrestur er til kl. 16, 8. maí næstkomandi. Allir sjálfstætt starfandi tónlistarmenn og skipuleggjendur tónlistarverkefna geta sótt um til afmarkaðra og vel skilgreindra verkefna. Umsóknir atvinnufólks í tónlist hafa forgang.


Vakin er athygli á að úthlutun til átaksverkefna er aðskilin almennri úthlutun úr Tónlistarsjóði og umsækjendur geta einnig sótt um styrk úr seinni úthlutun Tónlistarsjóðs en umsóknartímabil stendur einnig yfir. Sá frestur er þó styttri og rennur út 4. maí næstkomandi. Sjá nánar hér.

Nýlega var einnig samþykkt að hækka framlag til starfslauna listamanna um 260 milljónir og koma þess vegna um 600 mánaðarlaun til úthlutunar, til viðbótar þeim sem þegar hefur verið úthlutað. Sjá nánar hér.


122 views
bottom of page