top of page
Search

STATUS skýrslan kynnt á NMD og Music X Media

Í september og október var skýrsla STATUS-hópsins kynnt á Music X Media í Finnlandi og Norrænum músíkdögum á Íslandi.


Alþjóðlega tónlistarhátíð Music X Media fór fram í Tampere dagana 28. september til 1. október. Ótal tónleikar og viðburðir eru haldnir á meðan á hátíðinni stendur ásamt því að á dagskránni eru fjölmargar kynningar og erindi sem snúa að umhverfi tónlistargeirans. Fulltrúar STATUS á Music X Media voru Merja Hottinen frá Music Finland og Catherine Lefebvre frá Art Music Denmark og kynntu þær úttekt hópsins á umhverfi samtímatónlistar á Norðurlöndum. Á eftir kynningunnni voru pallborðsumræður, þar sem einnig sátu Lasse Lehtonen, fræðimaður við háskólann í Helsinki og aðalritstjóri FMQ, Lauri Supponen, tónskáld og Anna Angervo, fiðluleikari og framleiðandi Tampere Raw Ensemble.


STATUS-skýrslan var einnig kynnt á Norrænum músíkdögum sem fram fóru á Íslandi 11. til 15. október. IMPACT (áhrif) var þema hátíðarinnar í ár og sérstök áhersla var lögð á tónlist og list í félagslegu, pólitísku og vistfræðilegu samhengi sem bauð upp á fjölda spennandi tónleika, vinnustofa og kraumandi umræður. Norræna tónskáldaráðið skipulagði ásamt samstarfshópi útflutningsskrifstofa tónlistar á Norðurlöndum (NOMEX) dagskrá fyrir tónskáld um alþjóðlegan feril, tengslanet og þróun. Hluti af þessari dagskrá var kynning á STATUS-skýrslunni en Laura Dalgaard Christoffersen, verkefnastjóri Art Music Denmark kynnti skýrsluna ásamt Signýju Leifsdóttur sem kynnti skýrsluna fyrir hönd Tónverkamiðstöðvar.


Viðtökurnar voru afar jákvæðar og var einkar ánægjulegt að heyra ýmsar hugleiðingar og hugmyndir um frekari vinnu með STATUS, bæði í Finnlandi og á Íslandi.


Skýrsluna má lesa á nordicstatus.org.


Laura Dalgaard Christoffersen og Signý Leifsdóttir kynna STATUS skýrsluna á NMD í Salnum í Kópavogi.

Pallborðsumræður eftir kynningu á STATUS skýrslunni á Music X Media í Tampere, Finnlandi


Heimasíður hátíðanna:

Comments


bottom of page