Tilnefningar til Grammy-verðlaunanna 2021 voru opinberaðar í dag. Því er skemmst frá að segja að Sinfóníuhljómsveit Íslands og Daníel Bjarnason hlutu tilnefningu til verðlaunanna í flokknum Besti tónlistarflutningur hljómsveitar (Best orchestral performance) fyrir flutning og hljómsveitarstjórn á plötunni Concurrence. Verðlaunin í þessum flokki eru afhent hljómsveit og hljómsveitarstjóra. Listi yfir tilnefningar til Grammy-verðalaunanna 2021
Á plötunni er að finna verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Pál Ragnar Pálsson, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Hauk Tómasson. Concurrence kom út hjá plötuútgáfunni Sono Luminus. Daniel Shores var upptökustjóri en upptökur fóru fram í Hörpu. Verk sem eru aðgengileg í vefverslun Tónverkamiðstöðvar:
Píanókonsert nr. 2 eftir Hauk Tómasson
Einleikari á Concurrence er Víkingur Heiðar Ólafsson.
Einleikari á Concurrence er Sæunn Þorsteinsdóttir.
Comments