top of page
Search

PODIUM á Myrkum músíkdögum 2022



PODIUM er nýr dagskrárliður á Myrkum músíkdögum og fer fram í fyrsta sinn í næstu viku. PODIUM fer fram í Norræna húsinu 1. og 2. mars, milli kl. 13 og 15. Gestir eru velkomnir í sal en viðburðurinn fer einnig fram í beinu streymi.

PODIUM er samstarf Myrkra músíkdaga og Tónverkamiðstöðvar í þeim tilgangi að koma íslenskum samtímatónlistarverkefnum á framfæri við listræna stjórnendur, hátíðir, hljómsveitarstjóra, tónleikhús o.fl. – innan lands sem utan.

PODIUM verður svokallaður „hybrid“-viðburður. Eins og áður segir er gestum velkomið að mæta í sal Norræna hússins dagana 1. og 2. mars, milli kl. 13 og 15 en viðburðurinn verður jafnframt í beinu streymi á netinu.


Á PODIUM verða kynnt ellefu fjölbreytt tónlistarverkefni, sem sum hver tengjast beint dagskrá Myrkra músíkdaga. Hér má sjá yfirlit yfir PODIUM-kynningarnar en einnig má nálgast þær á heimasíðu Myrkra músíkdaga.


Norræna húsið, 1. mars kl. 13 til 15:

Víddir - Bára Gísladóttir

Ekkert er sorglegra en manneskjan - Friðrik Margrétar Guðmundsson

The Moonbow Project - Gunnar Andreas Kristinsson

Ecognosis - Bergrún Snæbjörnsdóttir

Music and the Brain - Helgi Rafn Ingvarsson

Norræna húsið, 2. mars kl. 13 til 15:

KOK - Þórunn Gréta Sigurðardóttir

Strengjakvartettar Atla Heimis - Strokkvartettinn Siggi

Trölladjass og nútíma prjónatónlist - Hafdís Bjarnadóttir

Stara - Halldór Smárason

Nánd - Sigurgeir Agnarsson

Songs - Gunnar Karel Másson


Kynnir verður Elísabet Indra Ragnarsdóttir og mun viðburðurinn fara fram á ensku.

PODIUM fer fram á ensku.



7 views

Comentários


bottom of page