Vegna Covid-19 faraldursins mun opnunartími nótnaafgreiðslu Tónverkamiðstöðvar á Laugavegi 105 verða takmarkaður frá og með 11. mars um ófyrirséðan tíma.
Afgreiðslan á Laugavegi 105 verður nú opin á miðvikudögum og fimmtudögum milli kl. 10 og 14. Við biðjum gesti okkar jafnframt um að láta okkur vita af komu sinni fyrirfram, í síma 568 3122 eða með því að senda tölvupóst á itm@mic.is.
Við sinnum almennri nótnasölu og leigu hljómsveitarnótna óhikað áfram og bendum á að hægt er að skoða langstærstan hluta af safni miðstöðvarinnar á shop.mic.is. Þar er einnig hægt að kaupa nótur að fjölmörgum verkum rafrænt gegn PayPal greiðslu. Einnig er hægt að kaupa nótur rafrænt með með því að hafa samband símleiðis eða með tölvupósti og er þá boðið upp á símgreiðslu eða reikning í heimabanka.
Comments