top of page
Search

OPIÐ KALL // OPEN CALL

Updated: Feb 13, 2020

SUMARTÓNLEIKAR Í SKÁLHOLTI

Sumartónleikar í Skálholti auglýsa eftir umsóknum fyrir sumarið 2020! Opið er fyrir umsóknir frá 3.-17. febrúar 2020. Sumartónleikar fara að þessu sinni fram frá 1.-12. júlí 2020.

Sumartónleikar í Skálholti hafa boðið upp á tónleika í Skálholtskirkju með nútímatónlist og barrokktónlist á upprunahljóðfæri frá 1975.

Stefna Sumartónleika í Skálholti er að styðja við frumsköpun nýrra verka og flutning á nútímatónlist og barrokktónlist. Bæði kemur til greina að hafa efnisskrár þar sem þessu er fléttað saman eða sitt í hvoru lagi. Lögð er áhersla á að þeir sem óska eftir að koma fram á Sumartónleikum geti dvalið í Skálholti í kringum tónleika við æfingar. Þá er gisting í Skálholti í boði Sumartónleika á meðan á dvölinni stendur.

Tónskáld, tónlistarfólk og aðrir sem telja sitt framlag falla að Sumartónleikum eru hvött til að sækja um þátttöku á Sumartónleikum 2020. Hér að neðan má sjá nánari lýsingu á því sem hægt er að sækja um. Sumartónleikar í Skálholti vilja bjóða upp á fjölbreytta og vandaða efnisskrá sem fellur að markmiðum og listrænni sýn Sumartónleika.

Hægt er að sækja um eftirfarandi (sjá nánari lýsingu fyrir hvert atriði í umsókninni sjálfri (smellið hér til að opna umsóknarformið):

1. Flytjandi (heil efnisskrá)

2. Fyrirlestur

3. Tónleikar og / eða vinnustofur fyrir börn

4. Staðartónskáld 


18 views
bottom of page