Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrki úr Borgarsjóði. Hægt er að sækja um styrki til menningarmála vegna starfsemi á árinu 2023. Umsóknarfrestur rennur út á hádegi mánudaginn 3.október. Allar upplýsingar er að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar.
Menningarstefna Reykjavíkurborgar, List og menning í Reykjavík 2030, er sá grundvöllur sem styrkveitingar ráðsins byggja á en megináherslur stefnunnar eru:
Ævilöng inngilding og aðgengi borgarbúa að menningu og listum
Reykjavík – borg sem listafólki þykir gott að búa og starfa í
Menning og listir í öllum hverfum borgarinnar
Comments