top of page
Search

OPIÐ FYRIR INNSENDINGAR Í ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN

b.640.480.0.0.stories.l_g_fdfcc6bac45d

Opnað hefur verið fyrir innsendingar í Íslensku tónlistarverðlaunin 2015 og stendur innsendingartímabilið til og með 12. janúar næstkomandi. Verðlaunin verða afhent föstudaginn 4. mars 2016 en veitt verða verðlaun fyrir tímabilið 16. nóvember 2014 til 31. desember 2015.

Tónverkamiðstöð hvetur öll tónskáld til að senda inn skráningu eftir því sem við á en alls verða veitt verðlaun í 25 flokkum að meðtöldum heiðursverðlaunum. Innsendingar eru nú alfarið á rafrænu formi, t.d. þarf ekki lengur að skila inn eintökum af geisladiskum eða plötum.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur þátttökureglurnar vel en dómnefndir munu yfirfara skráningar og velja þá sem tilnefndir verða.

Ef þér er ekkert að vanbúnaði má nálgast rafrænt skráningareyðublað til Íslensku tónlistarverðlaunanna hér.

INNSENDINGARGJALD Vakin er athygli á því að innsending verður ekki gild fyrr en innsendingargjald hefur verið greitt. Innsendingargjald fyrir hverja innsendingu er 5.000 kr. og skal greiðast inn á reikning Samtóns 301-26-4188, kt. 440203-4180. Sendi sami aðilinn inn fleiri en eina tilnefningu greiðir hann þó aldrei hærra gjald en 15.000 krónur.

Almennar upplýsingar varðandi umsóknir og umsóknarferlið veita Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SFH, sími 561 8065 / gunnar@sfh.is og Guðrún Björk Bjarnadóttir, frkv.stj. STEF,  sími 561 6173 / gudrunbjork@stef.is

Tónverkamiðstöð mun með ánægju og af fremsta megni veita þeim tónskáldum sem eiga verk hjá miðstöðinni, aðstoð við innsendingarferlið. Vinsamlegast hafið samband við Valgerði G. Halldórsdóttur framkvæmdastjóra Tónverkamiðstöðvar ef óskað er aðstoðar við innsendingar annað hvort með því að senda póst á vala@mic.is eða hringja í síma 820 0999, milli kl. 10 og 16 fram til 12. janúar. 

 

Helstu dagsetningar: Tekið er við tilnefningum frá 1. jan. til 12. jan. 2016 Tilnefningar kynntar á blaðamannafundi:  29. janúar 2016 Verðlaunahátíð í Hörpu: 4. mars 2016


 

Nánari upplýsingar um Íslensku tónlistarverðlaunin má nálgast á iston.is.

3 views

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page