top of page
Search

Occurrence, nýr diskur frá Sinfóníuhljómsveit Íslands

Updated: Mar 18, 2021

Út er kominn diskurinn Occurrence þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur fimm íslensk verk: Fiðlukonsert eftir Daníel Bjarnason þar sem finnski fiðluleikarinn Pekka Kuusisto leikur einleik, Lendh eftir Veronique Vöku, Í sjöunda himni (In Seventh Heaven) eftir Hauk Tómasson, Flutter eftir Þuríði Jónsdóttur þar sem Mario Caroli leikur einleik á flautu og Adagio eftir Magnús Blöndal Jóhannesson. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason og upptökustjórn annaðist Daniel Shores. Occurrence er gefin út af bandaríska útgefandanum Sono Luminus og er þriðja plata Sinfóníuhljómsveitarinnar hjá útgefandanum en áður eru komnar út Recurrence og Concurrence. Þess er skemmst að minnast að Sinfóníuhljómsveitin og Daníel Bjarnason eru tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir þá síðastnefndu.



Raddskrár nokkurra verkanna eru aðgengilegar í vefverslun Tónverkamiðstöðvar:


Í sjöunda himni eftir Hauk Tómasson

Flutter eftir Þuríði Jónsdóttur

Adagio eftir Magnús Blöndal Jóhannesson

댓글


bottom of page