top of page
Search

Norrænir músíkdagar 29/9 til 1/10

Tónlistarhátíðin Norrænir músíkdagar verður haldin dagana 29. september til 1. október í Hörpu. Hátíðin var stofnuð árið 1888 og er ein elsta tónlistarhátíð heims. Hún er haldin árlega til skiptis í höfuðborgum Norðurlandanna. Á hátíðinni munu koma fram hljómsveitir og einleikarar sem eru leiðandi í flutningi á samtímatónlist og flutt verða tónverk eftir tónskáld sem kalla má frumkvöðla þegar kemur að Norrænni samtímatónlist.

Á tónleikadagskránni koma fram kammersveitir, einleikarar, tónskáld og hljóðlistafólk að ótaldri Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lokahnykkur hátíðarinnar verður í formi langra tónleika í Silfurbergi þar sem kammersveitirnar Scenatet frá Danmörku, Curious Chamber Players frá Svíþjóð, hin íslensk-þýska Adapter ásamt Nordic Affect koma fram. Á þessum tónleikum verða fjögur verk frumflutt í bland við önnur ný verk sem þegar hafa öðlast sess í tónlistarheiminum líkt og verk Simons Steen-Andersens Black Box Music sem hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2014.

Á hátíðinni verður hið svokallaða Pavilion Norrænna músíkdaga haldið í fyrsta sinn en þar verður vettvangur tilrauna, rannsókna, gagnrýninnar umræðu, fyrirlestra, pallborðsumræðna og vinnustofa. Unnið verður á gagnrýnin hátt með þema hátíðarinnar sem er að þessu sinni Integration eða sameining með áherslu á nýjar leiðir til að skrásetja samtímatónlist, á tónlist Norrænu landanna til vesturs; Grænlands, Færeyja og Íslands ásamt viðfangsefninu tónskáld sem flytjandi. 

Fjöldi manns kemur að hátíðinni en hér fer á eftir yfirlit yfir tónskáld og flytjendur verkanna á hátíðinni.

Nordic_Music_days_logo_línur

Tónskáld:Anna Thorvaldsdóttir (IS)Kajsa Magnarson (SE)Ansgar Beste (SE)Kari Beate Tandberg (NO)Arnannguaq Gerstöm (DK/GL)Konrad Korabiewski (IS/DK/PL)Áki Ásgeirsson (IS)Kristian Hverring (DK)Benjamin Staern (SE)Kristin Bolstad (NO)Berglind María Tómasdóttir (IS)Kristín Þóra Haraldsdóttir (IS)Bergrún Snæbjörnsdóttir (IS)Lauri Mäntysaari (FI)Curver Thoroddsen (IS)Lo Kristenson (SE)Danielle Dahl (NO)Lotta Wennäkoski (FI)Daníel Bjarnason (IS)Louise Alenius (DK)Eivind Buene (NO)Lydía Grétarsdóttir (IS)Elin Mar Vister (NO)Maja Ratkje (NO)Esa-Pekka Salonen (FI)Maling Bång (SE)Georg Kári Hilmarsson (IS)Marcela Lucatelli (BR/DK)Guðmundur Steinn Gunnarsson (IS)Marta Forsberg (SE)Gunnar Karel Másson (IS)Martin Stauning (DK)Hafdís Bjarnadóttir (IS)Mirjam Tally (SE/EE)Hildur Guðnadóttir (IS)Natasha Barrett (UK/ NO)Hjálmar Ragnarsson (IS)Páll Ivan frá Eiðum (IS)Hlynur A. Vilmarsson (IS)Páll Ragnar Pálsson (IS)Hugi Guðmundsson (IS)Pelle Gudmundsen-Holmgreen (DK)Ingi Garðar Erlendsson (IS)Rei Munakata (JP/SE)Ingibjörg Friðriksdóttir (IS)Ricardo Eizirik (SE/BR)Jan Martin Smördal (NO)Simon Steen Andersen (DK)Jana Winderen ((NO)Tine Surel Lange (DK/NO)Jarmo Sermilä (FI)Ville Raasakka (FI)Jesper Pedersen (IS/DK)Ylva Lund Bergner (SE/DK)Joakim Sandgren (SE)Þorkell Atlason (IS)Juliana Hodkinson (DK/UK)Þórunn Ósk Marinósdóttir (IS)Kaj Duncan David (DK)Þráinn Hjálmarsson (IS)

Flytjendur: 

Berglind María Tómasdóttir (IS)

Caput (IS)

Curious Chamber Players (SE)

Adapter (IS/DE)

Håkon Stene (SE)

Sinfóníuhljómsveit Íslands (IS)

Juliana Hodkinson (DK/US)

Kristian Hverring (DK)

Louise Alenius (DK)

Nordic Affect (IS)

Scenatet (DK)

Siggi String Quartet | Reykjavik Chamber Orchestra (IS)

Simon Steen-Andersen (DK)

Strengjasveitin Skark (IS)

S.L.Á.T.U.R. (IS)

Tinna Þorsteinsdóttir (IS)

10 views
bottom of page