top of page
Search

Norrænir músíkdagar 2021 hefjast í dag

Tónlistarhátíðin Norrænir músíkdagar hefst í dag og stendur til og með 4. september. Á hátíðinni er norræn samtímatónlist og hljómlist í eltiljósinu og dagskráin er fjölbreytt en verk fjölmargra íslenskra tónskálda verða flutt á hátíðinni.


Norrænir músíkdagar voru fyrst haldnir árið 1888 og er hátíðin ein elsta tónlistarhátíð í heimi. Hátíðin er einstök að því leyti að hún ferðast á milli Norðurlandanna og er skipulögð af tónskáldafélagi hvers lands fyrir sig.

Þetta árið er hún haldin í Færeyjum en árið 2022 verður hátíðin haldin á Íslandi og er það sannarlega tilhlökkunarefni.4 views

Comentarios


bottom of page