top of page
Search

Nýr framkvæmdastjóri

Valgerður G. Halldórsdóttir


Valgerður G. Halldórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar og mun hefja störf um áramót. Valgerður hefur víðtæka starfsreynslu en hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar þegar hún leysti Signýju, fráfarandi framkvæmdastjóra, af í barnsburðarleyfi. Valgerður er með meistaragráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst, burtfararpróf frá Söngskólanum í Reykjavík og er grafískur hönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún starfaði lengi í auglýsingageiranum m.a. við hönnunarstjórn, markaðsráðgjöf og framkvæmdastjórn. Valgerður hefur sinnt verkefnis- og kynningarstjórn fjölbreyttra menningarverkefna, nú síðast sem kynningarstjóri Reykholtshátíðar og sem verkefnisstjóri nýrrar grunnsýningar Byggðasafnsins á Akranesi.

Alls bárust 19 umsóknir um starfið og sá stjórn Tónverkamiðstöðvar um ráðningarferlið.

49 views

Comentários


bottom of page