Nú er tæp vika í að Norrænir músíkdagar fari fram í Hörpu en þar gefst áhugafólki um norræna samtímatónlist tækifæri til að drekka í sig það nýjasta sem er á seyði í Norrænum tónsmíðum. Efnisskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og inniheldur m.a. frumflutninga á nítján íslenskum verkum. Dagskráin í heild sinni er á vefsíðu NMD en hér fylgir yfirlit yfir verkin og flytjendurna:
Opnun:
Hafdís Bjarnadóttir – videoverk
Áki Ásgeirsson – nýtt verk í glerhjúpi
Nordic Affect:
Halla Steinunn Stefánsdóttir – H e (a) r
Anna Þorvaldsdóttir – Reflections
Georg Kurie Hilmarsson – Treatise on Light
Caput:
Guðmundur Steinn Gunnarsson – Concerto for Lokkur
S.L.Á.T.U.R.
Áki Ásgeirsson – 227°
Guðmundur Steinn Gunnarsson – Sprautaður í rassinn
Hlynur A. Vilmarsson – Nýtt verk
Ingi Garðar Erlendsson – 1 og 8 kannski annar
Jesper Pedersen – Indraft
Páll Ivan frá Eiðum – v _ / ^ | ⎺ \
Þorkell Atlason – MF (Mountains and Forests)
Þráinn Hjálmarsson – Vocalise
Strengjakvartettinn Siggi
Þórunn Marinósdóttir – Panama Papers
Tinna Þorsteinsdóttir:
Hjálmar Ragnarsson – Stilla
Skark:
Lydía Grétarsdóttir – Skarkali
EnsembleOrchestra:
Bergrún Snæbjörnsdóttir – Drive Theory
Halla Steinunn Stefánsdóttir, Hlynur Aðils, Sigurður Guðjónsson – S C A P E
Comments