top of page
Search

Myrkir músíkdagar á næsta leiti

Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar verður haldin í Hörpu í næstu viku. Hátíðin hefst með fimmtudaginn 26. janúar og lýkur laugardaginn 28. janúar.

Myrkir músíkdagar er ein elsta tónlistarhátíð landsins, stofnuð árið 1980 af Tónskáldafélagi Íslands sem vettvangur fyrir íslensk tónskáld til að fá verk sín flutt. Í dag er hátíðin vettvangur til að flytja og kynnast samtímatónlist með áherslu á nýja, íslenska tónlist og flytjendur í bland við erlend verk og erlenda flytjendur. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar í ár er tónskáldið Gunnar Karel Másson.

Dagskrá Myrkra Músíkdaga 2017 er afar fjölbreytt og fá hátíðargestir tækifæri til að upplifa nánast þversnið af því sem hæst ber í samtímatónlist beggja vegna Atlantshafsins á meðan hátíðinni stendur. Þetta árið er lögð áhersla á verk sem blanda saman mismunandi tækni, þar sem könnuð eru mörk þess mögulega í flutningi á samtímatónlist. Má þar á meðal nefna tónleika Hljómeykis og Caput hópsins með liðsinni Dr. Nínu Margrétar Grímsdóttur, sem flytja dagskrá sem Hugi Guðmundsson setti saman í í minningu tónskáldsins og myndlistamannsins Emils Thoroddsen. Adapter munu flytja verk eftir Davíð Brynjar Franzson, Robert Dick og Ursel Schlicht flytja sín eigin verk, Nordic Affect leiðir okkur inn í nýja heima með bæði raftónlist og frumflutningum og Cikada koma frá Noregi og frumflytja nýtt verk eftir Francesco Filidei. Svo má ekki gleyma árlegum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Kammersveitar Reykjavíkur og Caput. Hljóðverkasýning sem samanstendur mestmegnis af íslenskum verkum mun standa yfir á meðan hátíðinni stendur í opnum rýmum Hörpunnar.

Auk hátíðarpassa og miða á staka tónleika mun einnig vera í boði að kaupa klippikort sem veita aðgang að 5 tónleikum á hátíðinni, þar sem gestum gefst færi á að klæðskerasauma sína eigin dagskrá eftir eigin höfði.

TÓNSKÁLD Alexander Sigman – Anna Thorvaldsdóttir – Atli Heimir Sveinsson – Áki Ásgeirsson – Áskell Másson – Bergrún Snæbjörnsdóttir – Charles Ross – Davíð Brynjar Franzson – Emil Thoroddsen – Finnur Karlsson – Francesco FIlidei – Gerard Grisey – Guðmundur Pétursson – Halla Steinunn Stefánsdóttir – Haukur Tómasson – Helena Tulve – Hlynur Aðils Vilmarsson – Hugi Guðmundsson – Jesper Pedersen – Jez Riley French – Jónas Tómasson – Joseph Pereira – Kristín Þóra Haraldsdóttir – Leo Chadburn – Liza Lim – Marti Epstein – Mirjam Tally – Niels Lyhne Løkkegård – Niels Rosing-Schow – Robert Dick – Sigurður Árni Jónsson – Sigurður Sævarsson – Tatjana Kozlova-Johannes – Thomas Ades – Tómas Manoury – Una Sveinbjarnardóttir – Úlfar Ingi Haraldsson – Úlfur Hansson – Ursel Slicht – Ylva Lund Bergner – Þóranna Björnsdóttir – Þorkell Nordal – Þórunn Gréta Sigurðarsdóttir – Þráinn Hjálmarsson – Þuríður Jónsdóttir

FLYTJENDUR Adapter – Caput – Cikada – Daníel Bjarnason – Duo Harpverk – Ensemble U – Hélène Navasse – Hljómeyki – Kammersveit Reykjavíkur – Neele Hülcker – Nína Margrét Grímsdóttir – Nordic Affect Ríkharður Friðriksson – Robert Dick & Ursel Slicht Duo – Shasta Ellenbogen & Yngvild Haaland Ruud – Iceland Symphony Orchestra – Stelkur – Stella Veloce – Þóranna Björnsdóttir – Þórunn Ósk Marinósdóttir

DAGSKRÁFimmtudagur 26. Janúar17:00 HörpuhornSetningarathöfn18:00 NorðurljósTónleikar til heiðurs Emil Thoroddsen19:30 EldborgSinfónían á Myrkum21:20Adapter Föstudagur 27. janúar 12:00 NorðurljósYRKJA með Sinfóníuhljómsveit Íslands17:00 KaldalónEnsemble U:19:00 KaldalónRobert Dick & Ursel Schlicht Duo20:00 Norðurljósoqko & Ríkharður21:00 KaldalónDuo Harpverk22:00 NorðurljósNordic Affect Laugardagur 28. janúar 12:00 KaldalónTöfrahurð – Sagan af Hlina kóngssyni16:00 KaldalónShasta Ellenbigen & Yngvild Haaland Ruud17:00 NorðurljósCaput19:00 NorðurljósCikada20:00 KaldalónStelkur21:00 NorðurljósKammersveit Reykjavíkur

6 views
bottom of page