Nýsköpunarsjóður tónlistar, Musica Nova, auglýsir eftir styrkumsóknum vegna starfsársins 2016
Sjóðurinn auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar í tónlist. Flytjendur og tónleikahaldarar geta sótt um styrk til að panta tónverk og skal styrkfjárhæðin aðeins notuð til þess. Umsækjendur ábyrgjast frumflutning verksins.
Í umsókn skal taka fram:
höfund tónverks
tímalengd verks
flytjendur
hljóðfæraskipan
áætlaða tímasetningu frumflutnings
upphæð sem sótt er um
Fjárhagsáætlun verkefnisins sem og ferilskrá umsækjanda (flytjanda/tónleikahaldara) skal fylgja umsókn.
Vinsamlegast sendið umsóknir á netfangið musicanova.iceland@gmail.com.
Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti, mánudaginn 21. mars 2016
Nýsköpunarsjóður tónlistar er styrktur af Reykjavíkurborg
Comments