Undanfarna mánuði hefur Menningar- og viðskiptaráðuneytið unnið að stofnun nýrrar Tónlistarmiðstöðvar sem ráðgert er að taki til starfa á árinu 2023. Hin nýja miðstöð mun vinna að fjölbreyttum málefnum íslenskrar tónlistar og mun að óbreyttu taka alfarið við þeirri nótnaumsýslu og kynningarstarfi tengdu samtímatónlist sem Tónverkamiðstöð (ÍTM) hefur sinnt frá árinu 1968.
Ráðgert er að nótnasafn ÍTM verði afhent til Tónlistarmiðstöðvar í upphafi ársins 2023 og mun hin nýja miðstöð hafa umsjón með safninu eftir það. Tónverkin verða skráð í nýjan gagnagrunn og mun Tónlistarmiðstöð annast sölu og leigu tónverka. Einnig mun Tónlistarmiðstöð taka við umsjón með þeim afritum og frumritum sem eru í öryggisgeymslu ÍTM í Þjóðarbókhlöðunni. Í kjölfar yfirfærslunar mun þessi starfsemi ÍTM leggjast af.
Ef rétthafar tónverka í safni ÍTM kjósa að verkasafn þeirra verði EKKI afhent hinni nýju Tónlistarmiðstöð eru þeir vinsamlegast beðnir um að tilkynna það með tölvupósti á netfangið itm@mic.is, fyrir 31. janúar 2023. Vakin er athygli á því að sú tilkynning nær til afhendingar heildarsafns viðkomandi tónskálds eins og það er hjá Íslenskri tónverkamiðstöð en ekki til einstakra verka.
Berist tilkynning ekki til ÍTM er gengið út frá því að rétthafi sé samþykkur afhendingu tónverkasafns viðkomandi til Tónlistarmiðstöðvar sem mun kynna rétthöfum mögulegar breytingar á þjónustunni og skilmálum sem um hana gilda.
Vinsamlegast hafið samband við framkvæmdastjóra Tónverkamiðstöðvar í itm@mic.is ef óskað er eftir nánari upplýsingum.
Stjórn Tónverkamiðstöðvar
Comments