top of page
Search

Málþing, pallborð, fyrirlestrar o.fl. á Bransaveislu í nóvember

Það er vert að vekja athygli á Bransaveislu sem Útón ásamt samstarfsaðilum stendur að fyrstu vikuna í nóvember. Heimsþekktum fagaðilum í tónlistarbransanum er boðið til veislunnar og verður kvikmyndatónlist í kastljósinu. Það er ekki að ástæðulausu því íslensk kvikmyndatónskáld hafa orðið æ eftirsóttari í alþjóðleg verkefni undanfarin misseri – ekki síst eftir velgengni Hildar Guðnadóttur, Jóhanns Jóhannssonar og Atla Örvarssonar. Bransaveislan mun bjóða upp á opna viðburði eins og Tónabíó – málþing um tónlist í kvikmyndum, pallborðsumræður um samningagerð, og fyrirlestur um samstarf tónskálda og kvikmyndaframleiðenda en einnig eru meistaranámskeið og einstaklingsmiðaðir viðburðir á dagskrá m.a. einstaklingsfundir með tónlistarforleggjurum. Skráningar er þörf á marga viðburðanna en nánari upplýsingar um Bransaveislu eru á heimasíðu ÚTÓN og á viðburðasíðu miðstöðvarinnar á Facebook.


6 views

Kommentare


bottom of page