top of page
Search

Listamannalaun 2022


Rannís tilkynnti í dag um úthlutun listamannalauna fyrir árið 2022. Til úthlutunar úr launasjóðnum eru 1600 mánaðarlaun í sex flokkum: hönnun, myndlist, flokki rithöfunda, sviðslista, tónlistarflytjenda og tónskálda. Fjöldi umsækjenda var 1.117, þar af 968 einstaklingar og 149 sviðslistahópar (með um 990 listamönnum). Sótt var um 10.743 mánuði. Úthlutun fá 236 listamenn. Úthlutun til hópa úr launasjóði sviðslistafólks er ekki tilbúin, þar sem hún tengist úthlutun úr sviðslistasjóði. Upplýsingar verða uppfærðar eins fljótt og auðið er.


Starfslaun listamanna eru 490.920 kr. á mánuði samkvæmt fjárlögum 2022. Um verktakagreiðslur er að ræða.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Rannís á:


41 views

Comments


bottom of page