top of page
Search

Leiðbeiningar til tónskálda um tónskáldasíður á söluvef Tónverkamiðstöðvar

Farið inn á síðuna http://shop.mic.is farið inn í leitina og leitið að ykkur. Hér fyrir neðan má sjá dæmi þar sem leitað hefur verið að verkum eftir Atla Heimi Sveinsson með því að setja inn „Atli Heimir“ í leitargluggann og ýta á „Search“.


leit

Efri örin sýnir hvar leitarglugginn er, neðri örin bendir á hvar hægt er að smella til að sjá tónskáldasíðu Atla Heimis. Ef textinn er svartur, ekki blár eins og á þessari mynd, er ekki til tónskáldasíða um viðkomandi tónskáld.

Einnig er hægt að leita með ítarleit. Þá er smellt á „Advanced Search“ hnappinn fyrir neðan leitargluggann. Til að leita að tónskáldi, útsetjara eða textahöfundi skal setja inn leitarorð í reitinn „Composer/Arr./Text“, athugið að hér þarf eftirnafn að koma á undan fornafni, t.d. Sveinsson, Atli Heimir.

Þegar smellt er á nafn tónskáldsins í leitarniðurstöðunum, þar sem neðri örin bendir á myndinni hér fyrir ofan, birtist tónskáldasíða viðkomandi tónskálds. Hér fyrir neðan má sjá tónskáldasíðu Atla Heimis Sveinssonar eins og hún lítur út núna.


atli

Ef verk eru með prentaratákni og það stendur Product type: Digital, er um niðurhalanlega rafræna útgáfu að ræða. Öll rafræn eintök eru á 20% afslætti miðað við prentuð eintök. Ef það er umslag við hliðina á verkinu og það stendur „Product type: Printed version“ er um prentaða útgáfu að ræða.

Ef það er ekkert verð hjá vörunni getur það þýtt að við höfum einungis upplýsingar um tónverkið, en það er ekki í sölu t.d. vegna þess að nóturnar eru ekki til hjá okkur, eða þær eru í útgáfu annarsstaðar.

Ef þið viljið breyta tónskáldasíðunni ykkar, eða fá tónskáldasíðu um ykkur, vinsamlegast sendið póst á Signýju á signy@mic.is og við veitum ykkur aðgang að bakenda síðunnar þar sem þið getið uppfært þessar upplýsingar sjálf.

2 views

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page