top of page
Search

Leiðbeiningar fyrir tónskáld um bakenda tónskáldasíðna

Til að geta hafist handa þarf fyrst að biðja Tónverkamiðstöð um aðgangsorð og lykilorð að bakenda með því að senda tölvupóst á vala@mic.is.

Farið inn á http://musicdirect.biz/ og veljið „Company – Iceland Music Information Centre“. Setjið inn notendanafn og lykilorð sem þið hafið fengið sent frá Tónverkamiðstöð og smellið á „Login“.

Á myndinni hér fyrir neðan sést dæmi um hvernig Jón Leifs myndi skrá sig inn.


Administrator

Þá opnast kerfið undir flipanum „Products“ sem örin bendir á á myndinni hér fyrir neðan. Þessi flipi sýnir öll verk sem eru skráð á viðkomandi tónskáld.


Window_and_Administrator

Í sömu línu og örin bendir eru aðrir flipar. „Contact Profile“ er til að uppfæra upplýsingar um tónskáldið. „Royalty“ er til að skoða hvaða verk hafa verið seld eftir viðkomandi tónskáld í gegn um sölusíðuna og má þar sjá inneign tónskáldsins. Mögulega gæti tónskáldið átt meira inni, ef um sölu utan sölusíðunnar er að ræða s.s. leigu á hljómsveitarverkum eða sölu á pörtum í kammerverkum. Síðasti flipinn „Existing  Royalty Reports“ sýnir eldri uppgjör við tónskáldið.

Nú skulum við skoða flipann „Contact Profile“, þar sem bleika örin bendir á myndinni hér fyrir neðan. 

contact

Rauða örin bendir á „Published“ sem þýðir að tónskáldasíðan er birtanleg á sölusíðu miðstöðvarinnar. Þegar það er valið birtist sjálfkrafa síða um tónskáldið með lista yfir öll tónverk eftir viðkomandi tónskáld ásamt þeim upplýsingum sem eru í „Public Comment“, þar sem græna örin bendir. Þar mæli ég með að þið setjið inn ferilsögu.

Bláu örvarnar benda á reiti sem ég mæli með að þið fyllið inn í og hakið við. Til þess að þessar upplýsingar birtist þarf að haka við þær. Síðan væri gott ef þið fylltuð inn í aðrar upplýsingar s.s. bankareikning, heimilisfang, netfang og annað, en hakið ekki við að það sjáist á heimasíðunni, nema þið viljið. Athugið að til að breyta heimilisfanginu þarf að smella á „Addresses“, þar sem appelsínugula örin bendir.

Að lokum þarf að smella á takkann „Save“ þar sem gula örin bendir efst í hægra horninu. Til að skoða ykkar síðu getið þið svo farið inn á http://shop.mic.is/OriginatorDetail/xxxxx þar sem þið setjið tónskáldanúmerið ykkar sem sést í „Contact ID“ reitnum vinstra megin við rauðu örina efst, í stað xxxxx. T.d er Jón Leifs hér http://shop.mic.is/OriginatorDetail/57692

5 views

Comentarios


Los comentarios se han desactivado.
bottom of page