top of page
Search

Jaðarber Got hæfileikar á Listahátíð 22. maí

Undanfarna mánuði hefur Berglind María Tómasdóttir unnið að tónsmíðum undir handleiðslu Tinnu Þorsteinsdóttur og Gunnars Karels Mássonar í YRKJU með JAÐARBERI. Það er ánægjulegt að segja frá því að uppskera þessa YRKJU-verkefnis verður hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og fer viðburðurinn fram í Mengi 22. maí næstkomandi kl. 20. 

berglindtomasdottir (1)
listahatid_jardaber_031_ver02-1260x760.jpg

Í hæfileika- og tónlistarkeppninni Jaðarber Got hæfileikar stíga hæfileikabúntin Tinna Þorsteinsdóttir, Grímur Helgason og Kristín Þóra Haraldsdóttir á stokk og etja kappi hvert við annað. Keppt verður í mismunandi liðum og munu keppendur spreyta sig á ólíkum tjáningarleiðum tónlistar, allt frá hæfni til að galdra fram viðkvæmnisleg sóló til krassandi samleiks, eða með því töfra fram heillandi ábreiðu á dægurlagi.

Sá besti eða sú besta mun klárlega vinna; hvert þeirra er besti heildstæði tónlistarmaðurinn? Dómarar eru ekki af verri endanum enda allt þungavigtarmenn á sviði tónlistar: Atli Ingólfsson, Halla Oddný Magnúsdóttir og Elísabet Indra Ragnarsdóttir. Einnig getur þú lesandi góður haft áhrif á niðurstöðu keppninnar með því að mæta í Mengi þann 22. maí.

Kynnir er hinn atorkusami Guðmundur Felixson.

Miða má nálgast HÉR.

Síða viðburðarins hjá Listahátíð í Reykjavík.

Comentarios


Los comentarios se han desactivado.
bottom of page