„Ársins 2020 verður líklega minnst sem hins óvenjulegasta starfsárs hjá þeim sem starfa við tónlist, vegna aðstæðna sem fáa óraði fyrir í upphafi árs en eru nú öllum allt of kunnuglegar. Lifandi tónlistarflutningur er listform í sjálfu sér en eftir hrun í plötusölu hefur tónleikahald verið ein helsta lífæð tónlistarmanna og tónlistarhópa. Árið 2020 byrjaði svo sannarlega vel en ekki leið á löngu þar til samkomutakmarkanir hér heima og erlendis drógu blóðið úr þessari slagæð tónlistargeirans. Endurheimt frelsi síðastliðið sumar reyndist svikalogn og árinu lauk í miklum samkomutakmörkunum. Það verður því að segjast að tónlistarafurðir ársins bera gríðarlegri seiglu og sköpunarkrafti tónlistarfólks vitni (…)“ Þessi pistill birtist hér í fyrra þegar við sögðum frá tilnefningum til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir árið 2020. Pistillinn á eiginlega enn betur við fyrir árið 2021 þegar starfsumhverfi tónlistarmanna varð enn frekar fyrir barðinu á heimsfaraldri sem dróst á langinn. Tilnefningar til verðlaunanna fyrir síðasta ár eru hins vegar enn og aftur vitnisburður um þá ástríðu, fagmennsku og gæði sem einkennir störf íslensks tónlistarfólks – þrátt fyrir allt.
Eftirfarandi voru tilnefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki sígildrar og samtímatónlistar fyrir árið 2021. Verðlaunahafar hvers flokks eru tilgreindir með feitletrun.
SÍGILD OG SAMTÍMATÓNLIST
TÓNVERK ÁRSINS
Agape – Bergrún Snæbjörnsdóttir
CATAMORPHOSIS – Anna Þorvaldsdóttir
LEIKSLOK, fiðlukonsert – Þuríður Jónsdóttir
Húsið mitt – Halldór Smárason
Óperan KOK – Þórunn Gréta Sigurðardóttir
PLATA ÁRSINS Spektral Quartet / Anna Þorvaldsdóttir – Engima Berglind María Tómasdóttir – Ethereality Víkingur Heiðar Ólafsson – Mozart & Contemporaries Herdís Anna Jónasdóttir og Bjarni Frímann Bjarnason – Nýir vængir Una Sveinbjarnardóttir og Tinna Þorsteinsdóttir – Last Song
TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – HÁTÍÐIR
Björk Orkestral, Live from Reykjavík
Hljóðön í Hafnarborg
Óperudagar
Reykholtshátíð 2021
Græna röðin með Sinfóníuhljómsveit Íslands á RÚV
TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – TÓNLEIKAR AIŌN – Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenski dansflokkurinn Jólaóratóría J.S. Bach í Hörpu – Listvinafélagið í Reykjavík og Mótettukórinn Víkingur spilar Mozart – Víkingur Heiðar Ólafsson Norrænt ekkó – Cantoque Ensemble, Camerata Öresund og Ensemble Nylandia Óperan KOK – Þórunn Gréta Sigurðardóttir
SÖNGUR ÁRSINS
Andri Björn Róbertsson
Benedikt Kristjánsson
Björk Níelsdóttir
Hanna Dóra Sturludóttir
Herdís Anna Jónasdóttir
TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – EINSTAKLINGAR
Bjarni Frímann Bjarnason
Björg Brjánsdóttir
Katie Buckley
Una Sveinbjarnardóttir
Víkingur Heiðar Ólafsson
TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – HÓPAR Cauda Collective Dúó Freyja Hið íslenska gítartríó Mótettukórinn Nordic Affect
BJARTASTA VONIN
Rannveig Marta Sarc
Allar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna eru taldar upp hér.
Comments