Tónskáldin þrjú sem taka þátt í Ung-Yrkju með Sinfóníuhljómsveit Íslands – þau Hjalti Nordal, Ingibjörg Elsa Turchi og Katrín Helga Ólafsdóttir – heimsóttu hljómsveitina í gær þar sem hún var á æfingu fyrir fimmtudagstónleikana undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Hjördís Ástráðsdóttir, fræðslustjóri SÍ og tengiliður verkefnisins þar á bæ tók á móti tónskáldunum ásamt Láru Sóleyju Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra SÍ og leiddi þau í gegnum hina ýmsu þætti starfseminnar.
top of page
bottom of page
Commentaires