Raf- og tölvuónlistarhátíðin Erkitíð mun fara fram í Listasafni Reykjavíkur (Hafnarhúsi) sunnudaginn 14. nóvember.
ErkiTíð var fyrst haldin árið 1994 í tilefni af Lýðveldisafmælis Íslands og hefur frá upphafi lagt áherslu á íslenska raftónlist og nýsköpun á því sviði. Tugir nýrra tónverka hafa verið samin og frumflutt að tilhlutan ErkiTíðar. Á hátíðinni í ár verða flutt og frumflutt á þriðja tug tónverka frá ýmsum tímabilum íslenskrar raftónlistarsögu en dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér.
Samstirni eftir Magnús Blöndal Jóhannsson (1925-2005) var samið árið 1961 og telst fyrsta rafverk íslenskrar tónlistarsögu. Á hátíðinni verður sérstök dagskrá um verk Magnúsar og frumkvöðlastarf á sviði raftónlistar á Íslandi. Fyrir hátíðina í ár voru pöntuð verk frá fjórum kventónskáldum þar sem efniviðurinn verður m.a. tengdur verkum Magnúsar, þessa frumkvöðuls raftónlistar á Íslandi.
ErkiTíð stendur frá kl. 13 til 18 í Listasafni Íslands – Hafnarhúsi. Tónverkamiðstöð er samstarfsaðili hátíðarinnar en verk Magnúsar Blöndal eru í verkasafni miðstöðvarinnar.
Komentáře