top of page
Search

Classical:NEXT – kynningarverkefni og ferðastyrkir
[siteorigin_widget class=“SiteOrigin_Widget_Image_Widget“][/siteorigin_widget]


[siteorigin_widget class=“WP_Widget_Media_Video“][/siteorigin_widget]


Tónverkamiðstöð mun vera með bás á Classical:NEXT í Rotterdam í maí og við viljum fá sem flesta með okkur. Öllum sem starfa við sígilda- og samtímatónlist býðst að sækja um þátttöku í kynningarverkefni í tenglsum við ferð okkar á C:N.

Miðstöðin mun gefa út bækling í tengslum við ferðina þar sem valin tónskáld verða sett í fókus og fá þessi tónskáld sérstaka kynningu. Kynningin felst í fundum framkvæmdastjóra Tónverkamiðstöðvar við lykilaðila í geiranum s.s. listræna stjórnendur hátíða, hljómsveitarstjóra og blaðamenn.

Miðstöðin mun einnig veita tveimur einstaklingum sem starfa við annað en tónsmíðar innan sígildrar og samtímatónlistar, kost á kynningu í bæklingnum og ferðastyrk til að koma með og kynna verkefni sitt.

Classical:NEXT er fyrst og fremst söluráðstefna í sígildri- og samtímatónlist, með fókus á evrópskan markað. Ráðstefnan hefur verið haldin síðan árið 2012 og hefur fest sig í sessi sem einn besti vettvangur fyrir kynningu og tengslamyndun á sviði sígildrar- og samtímatónlistar. Þeir sem sækja ráðstefnuna eru fagaðilar, tónskáld, blaðamenn, og aðrir sem starfa á þessu sviði.

Sækja um þátttöku í kynningu Tónverkamiðstöðvar á Classical:NEXT
Tónskáld


Tónskáldum stendur til boða að sækja um að vera kynnt sérstaklega á Classical:NEXT. Kynningin felst í fundum framkvæmdastjóra Tónverkamiðstöðvar við lykilaðila í geiranum s.s. listræna stjórnendur hátíða, hljómsveitarstjóra og blaðamenn. Gerður verður bæklingur í tengslum við kynninguna og lögð áhersla á að kynna tónskáldin sem koma fyrir í bæklingum. Valin verða tvö tónskáld. Verkefninu fylgir ekki ferðastyrkur, þar sem gert er ráð fyrir að framkvæmdastjóri sinni fundum fyrir viðkomandi, en öllum er frjálst að mæta og nýta bás miðstöðvarinnar til kynningar.

Umsækjendur þurfa að geta sýnt fram á virkni síðustu 12 mánuði, hafa upptökur af verkum sínum tiltækar á netinu og vera með uppfærða heimasíðu. Mjög mikilvægt er að tónskáldið hafi ákveðin markmið með kynningunni og tilgreini t.d. hvort tónskáldið leitar að endurflutningi á ákveðnum verkum, vilji koma verkum sínum inn á dagskrá hjá ákveðnum hljómsveitum eða hátíðum, séu að leita að útgáfusamningi eða annað.

Umsókn þarf að fylgja:

 1. vefslóð á heimasíðu tónskálds

 2. vefslóð á upptökur af verkum

 3. ferilsaga sem sýnir fram á virkni tónskálds síðustu 12 mánuði

 4. lýsing á markmiðum með kynningu

 5. mynd sem nýta má í bæklinginn

 6. stutt ferilsaga á ensku sem nýta má í bæklinginn c.a. 250 orð

Vinsamlegast sendið umsóknir í tölvupósti á signy@mic.is Umsóknarfrestur til og með 7. mars
Útgefendur, hátíðir, flytjendur og aðrir


Öllum sem starfa við sígilda- og samtímatónlist býst að sækja um ferðastyrk til að koma með á Classical:NEXT og fá kynningu í bæklingi sem gefin verður út í tenglsum við ferð Tónverkamistöðvar á Classical:NEXT. Sérstaklega er leitað eftir þeim sem hafa fest sig í sessi hér heima og vilja kynna sig betur erlendis. Umsækjandi getur verið t.d. hátíð, útgáfufélag, flytjendahópur, flytjandi eða umboðsmaður. Veittir verða tveir 70.000 kr. styrkir upp í ferðakostnað og þátttökugjald. 

Mjög mikilvægt er að umsækjandinn hafi ákveðin markmið í huga með kynningunni og tilgreini í umsókninni hver þau eru t.d. hvort leitað sé að samstarfsaðilum og þá í hvaða tilgangi.

Umsókn þarf að fylgja:

 1. ferilsaga einstaklings sem myndi nýta ferðastyrkinn

 2. ferilsaga hóps/fyrirtækis/hátíðar/verkefnis sem á að kynna

 3. slóð á heimasíðu

 4. upptökur/vídeó eða annað kynningarefni – ef við á

 5. lýsing á markmiðum með ferð á Classical:NEXT

Vinsamlegast sendið umsóknir í tölvupósti á signy@mic.is Umsóknarfrestur til og með 7. mars.

Samstarfsaðilar[siteorigin_widget class=“WP_Widget_Media_Image“][/siteorigin_widget]


[siteorigin_widget class=“WP_Widget_Media_Image“][/siteorigin_widget]


[siteorigin_widget class=“WP_Widget_Media_Image“][/siteorigin_widget]


Comments


bottom of page