top of page
Search

Breytingar á starfsliði Tónverkamiðstöðvar

Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Oliver Kentish eru viðskiptavinum Tónverkamiðstöðvar að góðu kunn. Aðalheiður hætti störfum hjá Tónverkamiðstöð í september síðastliðnum eftir áralangt starf og nú um áramótin mun Oliver láta af störfum eftir um þrettán ára samfellt starf hjá miðstöðinni. Þau önnuðust afgreiðslu og skráningu tónverka hjá Tónverkamiðstöð og yfirferð verkasafna sem miðstöðinni berast. Egill Gunnarsson tónskáld, stjórnandi og stjórnarmaður hjá Tónverkamiðstöð hefur tekið við starfi Aðalheiðar og mun að óbreyttu sinna því þar til verkasafnið verður afhent nýrri tónlistarmiðstöð á næsta ári.


Framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar, Valgerður G. Halldórsdóttir sagði einnig starfi sínu lausu fyrir nokkru og lýkur starfstíma hennar hjá miðstöðinni um áramót. Valgerður hefur verið framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar í rúmlega fimm og hálft ár, samanlagt – fyrst í afleysingu um tuttugu mánaða skeið og svo síðastliðin fjögur ár.


Forveri Valgerðar í starfi, Signý Leifsdóttir, mun taka aftur við starfi framkvæmdastjóra 1. janúar 2023 og fylgja málefnum Tónverkamiðstöðvar inn í nýja tónlistarmiðstöð á næsta ári, ásamt því að sinna venjubundnum rekstri miðstöðvarinnar. Signý lauk MA-gráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2010. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar frá apríl 2013 þar til um áramót 2018/19. Eftir það hefur hún starfað sjálfstætt sem verkefnastjóri hjá hátíðum og viðburðum tengdum myndlist, óperum og leikhúsi, ásamt því að framkvæmdastýra Tónskáldafélagi Íslands. Hún leiddi svo gerð nýrrar menningarstefnu Reykjavíkurborgar og hefur starfað við menningarmál hjá borginni frá því í nóvember 2021 þar til nú.



150 views

Kommentare


bottom of page