Útlit er fyrir að júlí verði með gjöfulli mánuðum þegar litið er til framboðs á lifandi tônlistarflutningi. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gífurleg áhrif á starf og afkomu tónlistarfólks og er það þess vegna sérstakt gleðiefni að þrjár tónlistarhátíðir í sígildri og samtímatónlist fara fram nú í júlí: Sumartónleikar í Skálholti, Sönghátíð í Hafnarborg og Reykholtshátíð. Tvær þeirra – Sumartónleikar og Sönghátíð – hófust á fimmtudaginn var en Reykholtshátíð fer fram síðustu helgina í júlí.
Það er vert að taka fram að á öllum tónleikum hátíðanna er hugað að sóttvörnum í samræmi við gildandi reglur og aðstæður.
Fjölmargir listamenn koma fram á hverri hátíð og hvetjum alla til að kynna sér glæsilega og afar metnaðarfulla dagskrá hátíðanna.
Heimasíður hátíðanna:
Comments